Allir fundu Fanney nema Fanney fann ei Fanney

laugardagur, ágúst 19, 2006

Formlega orðin bloggari

Aldrei hefði mig grunað að ég mundi gerast bloggari. En það er það sem er svo skemmtilegt við þetta allt saman að maður veit aldrei hvað gæti gerst og núna fékk ég þá skyndihugdettu að gerast bloggari. Einhver sagði líka að konur með lítil börn gera marga skrítna hluti án þess endilega að ákveða það sérstaklega eða vita af hverju þær gerðu það. Þetta er eitt af því. Það sem mér finnst líka dálítið merkilegt við allt þetta blogg er hvað margir gefa sér tíma til að lesa þetta. Ég geri mér samt fulla grein fyrir því að maður verður að auglýsa bloggið sitt, hafa eitthvað merkilegt að segja og vera svolítið skemmtilegur til þess að einhver eyði sínum dýrmæta tíma í lestur. Ég var að hugsa um að auglýsa það ekki og athuga hvort einhver mundi ramba hingað inn. Ef þú lest þetta þá endilega skrifaðu komment og taktu þátt í rannsókninni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home