Allir fundu Fanney nema Fanney fann ei Fanney

föstudagur, mars 23, 2007

Síðan ég bloggaði síðast hef ég:

 • byrjað að vinna
 • hitt gamla skólafélaga og safnað peningum
 • verið þakklát fyrir allt sem ég hef
 • verið ósátt við guð
 • fengið framtíðarkvíða
 • borðað of mikið
 • sofið of lítið
 • heimsótt Pindy og co
 • kennt smíði
 • kennt 10 ára strák að prjóna (mæli ekki með því)
 • kosið Hara og Jógvan í x-factor
 • fengið far með dráttarbíl (og minn bíll aftan í)
 • keypt landspildu í villimannahreppnum
 • dáðst að skriðtækni
 • fundið fyrstu tönnina hjá dótturinni
 • skrifað orðið ,,markmið" einum of oft

föstudagur, mars 09, 2007

BINGÓ

Laugardaginn 10. mars kl.14 í Langholtskirkju. Við ætlum að skemmta okkur saman, spila bingó, vinna nokkra vinninga og safna peningum fyrir litlu hetjuna hana Védísi Eddu.
ML-ingar eru hvattir til að mæta en annars er þetta opið fyrir alla sem vilja styrkja gott málefni.
Hlakka til að sjá ykkur!

Fannsíó pannsa organæser