Þegar ég verð stór!
Ok, ég verð að viðurkenna að það er leiðinlegt að skrifa bara fyrir sjálfan sig - svo langt sem það nær. Ég verð sennilega að auglýsa bloggið mitt og reyna eftir fremsta megni að hafa eitthvað frambærilegt efni til lesturs hér á þessari síðu. Sjáum hvort það virkar eitthvað :-)
Það sem er efsta á baugi hjá mér þessa daga og vikur er hvort við fjölskyldan eigum að flytja austur fyrir fjall. Fyrir suma er það ekki spurning að það sé það eina rétta í stöðunni að kaupa hús í Hveragerði/á Selfossi og setjast þar að með unganga okkar tvo. Jú jú það er ekki svo galið sérstaklega ef við horfum á íbúðaverð. Við gætum fengið stórt einbýlishús með palli og potti fyrir sama verð og hæð hér í Reykjavík. En þá er komið að aðal málinu í þessu öllu saman og það er vinnan. Við verðum bæði að hafa frambærilega vinnu fyrir austan ef dæmið á að ganga upp. Við eyðum mestum parti dagsins í vinnunni og því er alveg nauðsynlegt að maður sé ánægður í vinnunni og að hún sé krefjandi á einhvern hátt. Það er auðvitað hægt að keyra á milli en mér finnst tíminn líka dýrmætur og sérstaklega þegar börn eru í spilinu sem fara að sofa klukkan átta á kvöldin. Það sést örugglega á þessum skrifum mínum hvoru megin borðsins ég er í dag en það gæti hæglega breyst á morgun.
1 Comments:
Halló, gaman að geta farið að fylgjast með þér í bloggheimum og ég fæ líka að vera fyrst til að commenta hjá þér veiiii. Ennþá fullt af berjum í Hveró og fullt af húsnæði til sölu líka, áreiðanlega hægt að fá góðan díl!! Það er gott að búa í Hveragerði.
Skrifa ummæli
<< Home