Allir fundu Fanney nema Fanney fann ei Fanney

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Haustið er tíminn

Skrítið hvað haustið hefur alltaf haft mikil áhrif á mig. Á haustin fer að dimma aftur og kerti verða uppáhalds hlutirnir mínir. Ekkert er eins þægilegt en að hjúfra sig undir teppi uppí sófa, horfa á sjónvarpið og allt er fullt af kertum. Á haustin breyta margir til - fara í skóla, taka sig á í ræktinni, byrja í nýrri vinnu o.s.frv. Ég held að ein af ástæðunum fyrir því að ég gerðist kennari var tilbreytingin og hvað það er gaman að mæta aftur í vinnu á haustin. Það myndast alltaf svo skemmtileg stemning þegar maður fer í bókabúðina og sér alla krakkana kaupa skóladót og sumir að fá skóladót í fyrsta skipti. Foreldrarnir sumir stressaðir að senda barnið í skólann og veit ég nokkur dæmi um að foreldrar hafi fellt tár á fyrsta skóladegi barnsins. Ég er líka svo mikil vetrarmanneskja - ég bíð eftir vetrinum. Sennilega útaf ofnæminu góða sem hefur reyndar lítið verið að hrella mig í sumar en líka útaf snjónum.

Ég fór í Ikea í dag sem er nú ekki frásögu færandi nema það að ég fór með MIÐA í Ikea, eins og þegar maður fer í matvöruverslun - ég þurfti að kaupa svo marga hluti og var alveg viss um að gleyma einhverju þannig að bleiki miðinn fór með. Það var nú dæmigert að næstum ekkert var til af því sem ég ætlaði að kaupa. Ég hitti systu í kaffiteríunni og þegar ég beið eftir afgreiðslu sá ég miða liggja ofaná Svalafernunum í kælinum og það merkilega við þennan (illa skrifaða) miða var að eigandinn ætlaði að kaupa nánast það sama og ég. Skrítið!

Mælikvarðinn á það að líf mitt er að róast eftir erilsamt sumar er að ég er byrjuð að lesa aftur. Þeir sem voru með mér í Kennó muna kannski eftir því að nánast í hverjum fyrirlestri kynnti kennarinn okkur fyrir ,,The BOOK" og alltaf sögðu þau ,,þessa verðið þið að hafa á náttborðinu". Ég hugsaði oft um það að fá mér góða bókahillu við hliðina á rúminu til að koma öllum þessum bókum fyrir :-) Núna er kominn góður stafli á náttborðið sem ég á eftir að lesa eða er nýbúin með.
- Skugga Baldur eftir Sjón - mjög góð bók, er alveg að verða búin með hana.
- Að venja á kopp á einum degi - Algjör snilld - talandi um að virka vel - nauðsynleg!!!!!
- Móðir í hjáverkum - Verð að viðurkenna að hún er enn í plastinu en er næst á dagskrá.
- Memoirs of a Geisha - Hálfkláruð.
- Bókin um barnið - er að lesa hana í annað sinn og veitir ekki af.
- Good women of China - Rosalega góð bók sem allir ættu að lesa sem hafa einhvern áhuga á asískri menningu.
- Belladonna skjalið - er búin að byrja 2 á henni en næ ekki að halda mér við efnið - en ég SKAL klára hana.
Þið sjáið það á þessum lista að ég verð upptekin næstu kvöld :-)

13 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ja Fanney eg er alveg sammala ther i sambandi vid veturinn,kuldi er alltaf betri,en of mikill hiti og thu getur alltaf skridid undir teppi.
I Sambandi vid ad bua i Hvero eda Selfossi tha er eg alveg hjartanlega sammala ther ad thad er betra ad bua thar,en thad er alltaf vinnan sem ad setur strik i reikninginn...
En her i Auburn,Mass er allt gott ad fretta fra okkur og vid bydjum kaerlega ad heilsa ollum heima a Froni.......
Heyrumst............
ps:Gangi ther vel i blogginu.
Lit vid seinna og fylgist med................................

1:12 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Víííí gaman að þú sért farin að blogga Fanney mín..ég verð fastagestur hérna ezkan og ætla skohhh að linka á þig. Knús, Matta

2:21 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hae Fanney,
Frabaert ad thu sert byrjud ad blogga, eg skal hjalpa til vid ad auglysa thig og setja link a bloggid mitt.
knus fra Agustu

8:27 f.h.  
Blogger Thorhildur said...

Einbýlishús, 4 svefnherb., ensuite, tvöfaldur bílskúr, 220 fm. 15 milljónir. Láttu mig vita ef þú hefur áhuga!

Svo ætla ég að kíkja á þig þegar ég kem aftur í bæinn.

10:17 f.h.  
Blogger Drífa Þöll said...

hæ sæta og long tæm nó sí! frétti af þér reglulega en nú er enn betra að fá fréttirnar frá fyrstu hendi.
en talandi um flutninga þá mæli ég með þeim, þá er styttra fyrir þig að fara til þorlákshafnar í herjólf híhíhíhíhíhíhí.... heyrumst þín sambogga drífa

10:56 f.h.  
Blogger Héðinn said...

Áfram Fanney! Minningar geishu er góð, þú ert vonandi búin að lesa Flugdrekahlauparann???

11:01 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vííííí Fanney farin að blogga :)

Mæli sko með "Móðir í hjáverkum". Þó ég sé ekki farin að vinna aftur þá ligg ég í hláturskasti á meðan ég les hana...og m.a.s. Svenni hlær þegar hann gægist í hana.

En það verður gaman að fylgjast með þér hérna, og svo fer ég nú kannski bara að kíkja í heimsókn fyrst gaurarnir mínir eru byrjaðir á leikskólanum og svona ;)

Kveðja
Sigga Lára

1:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Rosalega er mikið að gera við að vera BARA heima!!!
sá þig fyrir með nammi og góða bók í frið og spekt !!!!!!!!!!!!!!!

1:27 e.h.  
Blogger Fanney said...

hææææææ velkomin í heim bloggaranna... áður en þú veist af verðuru komin með 2 eins og ég .. eitt á íslensku og eitt á ensku.. maður er náttúrulega bara bilaður..
.. ennn.. verðum að fara að hittast.. ætlaru á blómstrandi daga?? ég ætla að reyna að mæta...

3:04 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Babba babb!

Ég er nú bara alveg svaaaakalega móðguð að frétta að þú værir að blogga, frétti það á ML síðunni okkar frá henni Svanhildi. Dúdda mía, hringi greinilega ekki nógu oft. Alla vega, veit af þessu núna.

Linda sem bara bloggar ekki neitt.

9:44 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með bloggið stelpa!
Skal leggja mig fram við að mæta reglulega .....
Kveðja Bergný Jóna

11:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til lukku með bloggið Fannsa mín!
Mér líst vel á bókaflóðið hjá þér og þá sérstaklega Good woomen of China ;-) Mig langar reyndar ferlega mikið að lesa líka móðir í hjáverkum.
Varðandi flutninga þá skil ég þig mjög vel. Það er freistandi að vera svona í einbýli úti í sveit (með heitan pott by the way). Okkur líður allavega vel í Höfninni og værum sko til í að fá þig nær okkur! Styttra að koma loksins í spil ;-)
Kv. Heiða í sveitinni.

8:00 f.h.  
Blogger Fanney said...

Er ekki bara málið að flytja til Ástralíu? Omg hvað mundi mamma segja þá....

11:49 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home