Allir fundu Fanney nema Fanney fann ei Fanney

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Ælupollar og húðflúr

Ja hérna hér! Það rignir yfir mig hamingjuóskunum. Það er eins gott að standa sig í stykkinu.
Ég er aldeilis búin að fá það aftur í hausinn að hafa haldið því fram að líf mitt væri að róast. Krílin mín hafa látið hafa fyrir sér svo ekki sé meira sagt. Það borgar sig ekki að vera með svona yfirlýsingar. Til að lýsa ástandinu þá er ég ógreidd, með ælupolla á öxlunum (síðan í hádeginu) og búin að taka aðra panodil eftir mikinn grát. Ennnnn bara svo það sé alveg á hreinu þá er ég mjög ánægð með hlutskipti mitt (verð samt ánægðari þegar panodilið fer að ,,kick in")
Bókastaflinn FER af náttborðinu :-)

Efst á baugi er að sjálfsögðu Rockstar - SUPERNOVA, en hvað hefur sá þáttur gert fyrir mig:
- gefið mér tilefni til að vaka fram á nótt og ástæðu til að sofa frameftir daginn eftir.
- hefur breytt skoðun minni á húðflúri.
- ég hef spurt mig over and over af hverju þurfa rokkkvenmannsföt að vera svona ,,working - girl" -leg.
Á hverjum þriðjudegi segi ég ,,ég ætla ekki að vaka í kvöld" en hvað gerist, ég vaki og er svo að deyja úr þreytu daginn eftir. Á hverjum miðvikudegi segi ég ,,ég ætla ekki að vaka í kvöld" og sagan endurtekur sig. Rockstar-SUPERNOVA hefur sem sagt kennt mér hvað ég hef ekkert vald yfir sjálfri mér (ekki að það væru einhverjar nýjar fréttir).

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hahahaha...erum við ekki öll svona? Það er, höfum ekki of mikið vald yfir sjálfum okkur :)

Kveðja
Sigga Lára

9:43 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home