Allir fundu Fanney nema Fanney fann ei Fanney

laugardagur, september 02, 2006

Lifur í Norðlingaholtinu?

Ótrúlegt en satt þá var ég með lifur í matinn í kvöld (föstudagskvöld). Lifur er eitthvað sem maður borðaði sem barn og fannst ekkert sérstaklega góð en þar sem ég er svo vel upp alin þá sagði maður ekki neitt heldur skellti þessu í andlitið á sér og punktur. Núna ÞARF ég að borða lifur og ákvað því að elda hana í kvöld. Ég finn ennþá blóðlyktina af höndunum á mér og mig hryllir við lyktinni. Ég komst sem sagt að því í kvöld að mér finnst lifur ekki vond en ég get ekki hugsað mér að elda hana - læt annan í málið :-)

Norðlingaholtið heillar mig þessa dagana en ég var einmitt í heimsókn þar og varð hugfangin af berjamónum allt í kringum húsin (heillaðist þó ekki af byggingakrönunum). Haldiði að það sé ekki munur að geta bara fengið bláber við húsvegginn, beint í ísinn. 35 mín í Hveró og ég gæti ekki verið meira í leiðinni fyrir allt liðið sem er að koma í bæinn :-) Hvað segið þið - eigum við ekki bara að flytja í Norðlingaholtið?

Var að klára Skugga-Baldur og er byrjuð á Móðir í hjáverkum - svakalega skemmtilega skrifuð bók. Staflinn hefur minnkað :-)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Einu sinni var Grafarvogur "sveit"... Þú gætir náð nokkrum árum í sveitinni í Norðlingaholti, og það er bara frábært. Go for it girl.

Kveðja
Sigga Lára

11:48 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst að þið ættuð að kýla á það - allt til að halda ykkur í borginni hjá okkur :D ... og frá sveitinni !!
Ég vil hafa ykkur hér ...af því mér finnst þið nefnilega svo frábær og æðisleg og ég elska ykkur öll svo undur heitt !!!

Knúúúúús ..ykkar þóra

7:46 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home