Allir fundu Fanney nema Fanney fann ei Fanney

þriðjudagur, september 19, 2006

Píparaskoran og Pollýanna

Aldrei hefði ég trúað því að ég ætti eftir að hitta 4 pípara í þessari viku...og nota bene enginn af þeim var með píparaskoru :-) Dómur hefur fallið, það þarf að leggja kalda vatnið uppá nýtt í minni fallegu íbúð. Hvað eru nokkrir hundraðþúsundkallar á milli vina. Ég er orðin svo vön peninga-áföllum að ég kippi mér ekkert upp við þetta. Minni mig alltaf á að þetta gæti verið verra. Það er mikið búið að vitna í hana Pollýönnu blessaða og ekki slæmt að hafa svona heimsbókmenntir til að styðjast við þegar mikið er í húfi. Þetta er sennilega sú bók sem hefur haft hvað mest áhrif á líf mitt. Ég vitna allavega oftar í hana en t.d. Njálu eða Sjálfstætt fólk þótt að þær séu ágætar til að slá um sig (þ.e. þeir kaflar sem ég hef lesið og var svo heppin að fá einmitt á stúdentsprófi).
Talandi um heppni þá er fataskápurinn minn alltaf að verða betri og betri - eftir nokkrar áttaksvikur og sykurskort hef ég eignast fleiri flíkur og án þess að eyða krónu í þær. Ég mæli með þessu fyrir alla sem eru í fjárhagskröggum :-)
Fyrstu spár um frost heyrast núna í útvarpinu og ég get ekki beðið eftir að snjórinn láti sjá sig.....en svo er ég yfirleitt komin með leið á honum eftir nokkra daga og vil fá auðar og fínar götur. Eins gott að skaparinn hlusti ekki mikið á mig. Hann hlustaði allavega ekki þegar ég bað um ódýra lausn á kaldavatnsvandanum.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hei Fanney, ég var að lesa ALLT bloggið þitt og verð að segja þér að ég er að fara að flytja í Norlingarholt eftir 2 vikur og er bara að farast úr spenningi. Þetta hverfi er þvílíkt barnvænt, umhverfisvænt og vinalegt (þekki nokkra sem búa þarna).
Ég mæli með að þið flytjið (ekkert kaldavatnsvesen þarna heldur :))

2:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ
Fyndið.... ég er búin að minnast 3svar á Pollýönnu og það bara í dag!!!! Fegin að sjá að það eru fleiri en ég sem þurfa að setja sig í hennar spor ahahahahah :)

9:51 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Pollýanna er sígild ;)

kveðja
Sigga Lára

2:03 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home