Allir fundu Fanney nema Fanney fann ei Fanney

þriðjudagur, september 05, 2006

Rólópælingar

Síðustu dagar hafa verið atburðalitlir þangað til í dag. Ég fór á róló eins og góðri móður sæmir, en nota bene var í símanum helminginn af tímanum eins og góðri nútíma ungri móður sæmir :) Þegar ég loksins hætti að tala í símann og eftir að 40 x hafi verið kallað mamma þá kom þar að yndislega gömul og sæt kona. Hún fór að spjalla við mig um daginn og veginn. Eftir u.þ.b. hálftíma spjall vissi ég nokkuð mikið um þessa geðþekku konu sem er búin að búa í götunni minni í hjartnær 49 ár. Ég fór að hugsa um það hvort að ég mundi finna mér einhvern svona góðan stað (og gott hús) og búa þar hálfa ævina. Það hlýtur að vera dálítið merkilegt að horfa á allt fólkið koma og fara og muna tímana tvenna í hverfinu.

Mitt helsta áhugamál þessa dagana er að reyna að elda grænmeti á sem fjölbreyttasta máta. Ótrúlegt hvað ég hef verið löt við að tileinka mér grænmetisrétti. Hafði t.d. aldrei bakað eggaldinn þangað til í síðustu viku og það er BARA gott. Ef einhverjir luma á góðum grænmetisuppskriftum endilega látið þær flakka.

Mitt annað helsta áhugamál þessa dagana, eftir að hafa upplifað margt undanfarið, er að minna mig á hvað ég er heppin manneskja. Ég er heilbrigð, á heilbrigða fjölskyldu og yndislega vini sem gefa lífinu gildi. Hef líka verið að hugsa um hvað það er nauðsynlegt að rækta vinskapinn og taka það ekki sem sjálfsögðum hlut að maður eigi vini í hverju horni. Ég lagði mitt af mörkum um helgina og hitti nokkra vini mína - m.a. á Ljósanótt og á Landspítalanum. Þið þarna úti sem álpist hingað inn og lesið þetta - hættið að lesa og farið og hringið/hittið vini ykkar og fjölskyldu.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Heimsóknin á landspítalann var MJÖG vel þegin!
Það eru ekki allir eins heppnir og ég að eiga svona góða vinkonu :-)
Svo er bara að bregða undir sig betri fætinum og kíkja í mat og spil í sveitina ;-)

Kv. Heiða kjúklingur.

11:04 f.h.  
Blogger Kolla said...

Hva, er ekkert að gerast? Eða er of mikið að gera? Láttu heyra meira frá þér.
Bestu kveðjur K

10:09 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jæja Fanney mín...ertu enn að heimsækja vini þína? Svona brjálað að gera að það er enginn tími til að blogga???
Kveðja
Sigga Lára

9:58 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home