Allir fundu Fanney nema Fanney fann ei Fanney

sunnudagur, ágúst 12, 2007

Til hamingju með daginn!

Gaypride var um helgina og ég komst því miður ekki í gönguna eða á aðra fagnaðarfundi samkynhneigðra. Ég horfði hins vegar á Kastljósið á föstudaginn þegar var verið að tala við Palla og Heimi. Ég verð alltaf svo reið þegar verið er að mismuna fólki og langar helst að taka þá úr umferð sem geta ekki verið umburðarlyndir gagnvart öðrum. En ætli það mundi ekki líka teljast mismunun?? Ég er svo heppin að eiga fullt af vinum og enginn er eins - enda til hvers þá að eiga marga vini ef allir eru eins? Lífið væri svo leiðinlegt ef ekki væri þessi skemmtilega blanda af fólki sem horfir á hlutina á mismunandi hátt. Ég reyni að komast að ári og fagna því frelsi að geta sagt ,,Ég er eins og ég er".

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Meira meira meir blogg!!!!
Kv. Frekjutuðran hún Júlía sem bloggar ekki en ætlast til að allir aðrir séu duglegir :)

9:13 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home