Allir fundu Fanney nema Fanney fann ei Fanney

þriðjudagur, júlí 31, 2007

Útilegur fyrir fiska

Sumarið fer að verða búið! Allavega er rigningin komin. Ég byrja að vinna eftir viku og það verður örugglega mjög skrítið, en ég er viss um að það verður gaman. Verslunarmannahelgin í öllu sínu veldi fram undan og örugglega margir á leið í útilegu með milljónirnar í eftirdragi (bólar aðeins á öfund hér). Ég hef gefist upp á tjaldútilegum þetta sumarið og læt aðra um það. Verslunarmannahelgin er stórkostlegt fyrirbæri. Unglingarnir segja upp vinnunni til að geta farið með vinunum á fyllerí. Eldri unglingarnir (ég tilheyri þeim hópi) hittast með litlu fjölskyldurnar og fara á djúserí. Fullorðna fólkið (ég tilheyri ekki þeim hópi :-)) fara í sumarbústaðinn og fara á nett kenderí. Flestir með álagningarseðilinn í vasanum mis glaðir yfir innihaldinu og allir versla frá sér allt vit. Þeir sem hafa fengið eitthvað til baka ,,EIGA ÞAÐ SKILIÐ" að kaupa sér eitthvað fyrir vaxta/barnabæturnar því þeir hafa ekki átt pening allt árið og þeir sem þurfa að borga ,,EIGA ÞAÐ SKILIÐ" að kaupa sér eitthvað eftir allt streðið sem varð til þess að þeir þurftu að borga til baka. Um þessi mánaðarmót er því mikil sala á stórum sjónvörpum, gasgrillum, húsgögnum svo ekki sé talað um áfengið. Allir ,,EIGA ÞAÐ SKILIÐ" að fá eitthvað fallegt. Allavega, þá förum við sennilega öll eitthvert, í útilegu, í bústaðinn, á pöbbinn eða bara út í garð. Blessaða veðrið á ekki að vera upp á marga fiska - en hæfir sennilega best fiskum.

6 Comments:

Blogger Drífa Þöll said...

ég er hugsa að ég verði í björgunarvesti í dalnum um helgina! góða skemmtun á djúseríinu!

10:39 e.h.  
Blogger Fanney said...

Öfunda þig ekkert (NOT). Það verður örugglega bara skemmtilegra að vera í björgunarvesti. Hehe

9:38 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú hefur svo sannarlega lög að mæla varðandi verslunarmannahelgina Fanney mín, hún verður sko bara fyrir fiska!
Þess vegna er ég búin að snapa mér innigistingu í 2 nætur um helgina og það verður útilegan mín ;)
Annars erum við fjölskyldan þvílíkt fegin að sumarið er senn á enda.....enda ekki að ástæðulausu því China here we come!!!
Kveðja,
Heiða & co.

11:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Verslunamannahelgi...ha ha hun for bara alveg framhja mer..eda thannig. Eg gleymdi alveg Eyjum og for til Barcelona i stadinn:-)
knus a linuna
Agusta

3:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Fanney mín.
Hvað heitir aftur "pissubókin" sem þú mæltir svo með þegar GF hætti með bleyju? Ég ætla sko að láta mömmu og pabba koma með hana í október...
Kveðja úr ástralíunni

3:43 f.h.  
Blogger Fanney said...

Fyndið ég var að skila henni til vinkonu minnar (alltaf svo sein). En hún heitir ,,Að venja á kopp á einum degi" eftir: Nathan H. Azrin og Richard M. Foxx.
Ok. viðurkenni að þeir eru heldur bjartsýnir að þetta takist á einum degi. Þetta tekur 3 - 4 dagar með þessari aðferð.

10:38 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home