Mýsluafmæli og Golla styrktarbarn
Jæja þetta virkar núna. Ég er samviskusamlega búin að skrifa inn nokkur blogg og svo þegar ég er búin að blaðra heilan helling og ætla að skella því á veraldarvefinn þá dettur allt út. Ég hef svo ekki haft orku né þolinmæði í að reyna að laga þetta fyrr en nú.
Ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja, það er svo langt síðan ég bloggaði síðast. Núna eru örugglega allir mínir lesendur hættir að kíkja til mín. Ég fæ þó allavega að koma mínum helstu hugrenningum niður blað/skjá og það er oft alveg ágætt.
Það er merkisdagur í dag. Litla mýslan mín er 1 árs í dag og það er ótrúlegt að það sé ár síðan ég sá hana fyrst. Ég brosti út að eyrum og sagði við Árna að hún væri alveg eins og GF - nema með dálítið lengri augnhár, dekkri augabrýr o.s.frv. Hún var sem sé ekkert svakalega lík honum þegar allt kom til alls. Blessunin stóð sig í dag því hún byrjaði að ganga eins og góðum börnum sæmir og það á afmælisdaginn. Músin mín er sofnuð núna og hrýtur svo fallega innan úr herbergi - pen eins og mamma hennar.
Fjölskyldan eignaðist annað barn í dag þannig að núna erum við orðin 6, okkar heimatilbúnu börn og svo unglingarnir okkar í útlöndum, Ouma (13 ára strákur) í Úganda og Golla (12 ára stelpa) frá Indlandi sem við ætlum að reyna að fæða og klæða næstu árin. Dorotiya okkar sem við erum búin að styrkja í 11 ár hætti í skólanum í Úganda og því ekki þörf á okkar stuðningi lengur. Golla fær peningana í staðinn og veit ég að núna er partý einhversstaðar í moldarkofa séttlausrar fjölskyldu sem ekki hefur rafmagn, vatn, mat né annað sem okkur finnst meira en sjálfsagt. Golla okkar (skemmtilegt nafn) er 12 ára hnáta sem á framtíðina fyrir sér ef hún heldur rétt á spöðunum og vonandi hjálpum við henni úr þessari svakalegu fátækt sem hún býr við. Hún fær þó allavega eina máltíð á dag og það fleytir henni langt. Ég hvet dygga lesendur mína að skella sér á abc.is og styrkja barn, það gefur manni svo mikið að vita til þess að einhvers staðar er maður að gefa barni örlítið betra líf. Ef einhver er að hugsa að það væri nú gaman en það er svo mikið að borga þá vorkenni ég ykkur ekki neitt. 950 kr. er hægt að spara með því að fara sjaldnar á Subway, leigja færri spólur, drekka minna gos, borða minna nammi, kaupa skynsamlegar inn þannig að brauðið fari ekki í ruslið og svo mætti lengi telja. Engan aumingjaskap - drífið í þessu!!!
Ég vona að ég hafi allavega glatt hana Júlíu mína með þessari bloggfærslu :-)
3 Comments:
Þú gladdir mig alla vega með þessari færslu!
Til hamingju með afmælið! Og farin að labba og allt, minn maður var næstum 14 mánaða þegar hann byrjaði á því.
Gaman að heyra aftur frá þér, kveðja úr stralíunni
hæ hæ
Jahá þú gladdir mig sko!!!! Til hamingju með litla skoffínið.
Sjáumst sem fyrst vonandi.
Jules
..bara að kvitta :) .. gaman að þú ert byrjuð að blogga aftur :)
kv. Fanney R
Skrifa ummæli
<< Home