Síðan ég bloggaði síðast hef ég:
- Unnið baki brotnu óbrotin.
- Sagt skilið við Mýrarhúsaskóla.
- Dansað eins og bavíani í brúðkaupi.
- Sleikt sólina.
- Reitt arfa í garðinum og það sér ekki högg á vatni.
- Dáðst að landinu mínu stóra og fallega í Villingaholtshreppi.
- Skoðað fellihýsi og öfundað systur mína af sínu.
- Hætt að öfundast yfir fellihýsum og pantað mér ferð til Manchester.
- Hugleitt hvort það sé yfir höfuð gott að taka skyndiákvarðanir.
- Krosslagt allt sem ég á fingur, tær o.fl. fyrir Heiðu vinkonu.
- Verið of hreinskilin og liðið illa yfir því.
- Reynt að svara spurningunni ,,hvað borða vörtusvín?"
4 Comments:
Ja ja gott ad taka skyndiakvardanir, serstaklega thegar thaer snuast um ad fara til Manchester...
Hlakka til ad sja ykkur
Agusta
borda vortusvin ekki bara hvad sem a vegi theirra verdur? Bid ad heilsa Trafford Centre. Thad saknar min vist thvilikt mikid.
Skilið við Mýrarhúsaskóla... hvað ertu að fara gera???
Jules
Er að fara að vinna í Norðlingaskóla í haust.
Skrifa ummæli
<< Home