Allir fundu Fanney nema Fanney fann ei Fanney

miðvikudagur, október 24, 2007

Svei mér þá að ég fari ekki bara að hætta þessu bloggstandi. Ég hef engan tíma til þess að blogga og ekki heldur til að lesa annarra manna blogg. Sjáum til, ég fer kannski að eignast smá líf og hef þá orku í annað en að sofa í sófanum öll kvöld. Ég bíð spennt eftir vetrarfríinu mínu og þá á sko að hvíla sig út í eitt. Veit reyndar ekki hvernig ég á að stilla mína litlu vekjaraklukku þannig að hún vakni ekki á slaginu 7.
Framundan er BBB hittingur þar sem dustað verður rykið af hljóðfærunum og ein góð æfing tekin. Hlakka BARA til.

Ég reyni að hafa tíma til að skrifa ef einhver skyldi álpast til að fara hingað inn og lesa þetta.

7 Comments:

Blogger Drífa Þöll said...

sæl systir! ég kíki reglulega hérna inn og varð ofsalega glöð að þú skyldir setja inn nokkrar línur. ég hlakka geððegt til að hitta ykkur um helgina!!!
heils...

6:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að heyra í þér.

Ég get huggað þig við það að ég á mér mikið meira líf en fyrir hálfu ári síðan svo þetta kemur með stækkandi börnum ;-)

L

8:31 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Úbs, best að kvitta almennilega, klikkaði fyrir ofan.

Linda Rós

8:32 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ ég kíki mjög reglulega hér inn og var svoooo glöð um daginn þegar ég sá að þú varst búin að blogga.
Kv. Júlia

10:34 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ ég kíki mjög reglulega hér inn og var svoooo glöð um daginn þegar ég sá að þú varst búin að blogga.
Kv. Júlia

10:34 e.h.  
Blogger Þórey Arna said...

Juuuu hvað ég var glöð að sjá blogg frá þér, var aftur farin að halda að þú værir týnd í móanum..... En líklega hefði Dagbjört sagt mér ef þú hefðir ekki mætt í vinnuna :o)

12:34 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til lukku með afmælið gamla mín!

Hringi síðar,
Linda Rós.

3:22 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home