Hvað get ég sagt á þessum góða mánudegi. Hann er ekkert svo svakalega góður þegar litið er á nokkrar staðreyndir.
- Í gærkvöldi fengum við öll ælupest
- Í morgun var ég enn með magaverk
- Þvotturinn hefur aldrei verið meiri
- Íbúðin ber þess merki að veikindi komu upp
Ennnn..... þegar litið er á þessar staðreyndir þá er hann bara býsna góður þessi mánudagur
- Við erum mjög heilbrigð öll sömul og ekki hægt að kvarta yfir smá ælu og ræp
- Við verðum öll komin á gott ról í kvöld og Óskarinn endursýndur
- Saumó var frestað þar til næsta mánudag og þá verð ég kannski búin að prjóna aðeins
- Veðrið er fallegt og sólin skín inn um gluggana
- Við fengum gott fólk til að versla fyrir okkur í matinn og hann birtist bara fyrir utan dyrnar án þess að við þyrftum að gera handtak - góð þjónusta - takk fyrir okkur Þóra og Gunnar.
- Þetta var svona fjölskyldudagur - allir á náttfötunum - voðalega kósí.
- Við eigum tvo yndislega gullmola sem brosa hvað sem á dynur.
- Heyrði orðið köttapabbi (fress).
- Þyrfti að endurskoða uppfræðslu ungviðisins :-)
Mánudagar eru góðir dagar :-)
5 Comments:
Hahaha.. köttapabbi..
Svona á að redda sér viti maður ekki betur... ;p
Annars er gott að heyra að familían var ekki lengi að ná sér af rælunni. Hittumst ferskar í saumó von bráðar:)
úff...minnir mig á ástandið hér á bæ fyrir ári síðan!! Ekki skemmtilegt!
En gott að geta fundið hana Pollýönnu í sér Fanney mín ;)
kveðja
Sigga Lára
Vona að þið séuð búin að ná ykkur núna.
Góða helgi!
Bestu kveðjur úr Þorlákshöfn,
Heiða.
Hæ Fanney, rakst á heimasíðuna þín, var að reyna að finna netfangið þitt en fann bara þessa síðu :) Geturðu hringt í mig, ég þyrfti aðeins að heyra í þér, sími 8957475.
Bestu kveðjur Dögg
Hæ Fanney,
Langaði bara að kvitta svona einu sinni. Les oft hjá þér og hef gaman af :)
Bestu kveðjur og knúz
Skrifa ummæli
<< Home