Allir fundu Fanney nema Fanney fann ei Fanney

mánudagur, júlí 16, 2007

Manchester - kínversk prinsessa - húsbyggingar

Það er svo margt skemmtilegt búið að gerast síðan síðast.
Við upplifðum aftur Manchester í öllu sínu veldi þegar við skruppum í helgarferð um daginn. Ég á svo yndislegt fólk í kringum mig og Gunnar og Þóra eru efst á listanum. Þessar elskur komu eitt kvöldið og buðust til að hafa börnin heila helgi. Við vorum ekki lengi að grípa hendina þegar okkur var réttur litli putti og pöntuðum okkur ferð frá fös. - mán. :-) Ágústa mín var svo góð að leyfa okkur að vera í nýja húsinu sínu. Hún og Andy voru að festa kaup á frábæru húsi og fengum við þann heiður að vera fyrstu gestirnir. Við vorum ekki svikin af dvölinni hjá Ágústu og Andy - við fengum 5 stjörnu þjónustu og var það fyrsta sem var gert var að keyra okkur í Fallowfield (þar sem við áttum heima) og kaupa KEBAB á SAJAAN (minn kebabstaður). Svo var dekrað við okkur alla helgina. Við fórum á snilldar ,,asian" veitingastað og borðuðum besta curry sem ég hef smakkað (og voru ófá curry-in sem fóru inn um mínar varir á sínum tíma). Við vorum svo heppin að hitta nokkra vini okkar í þessari stuttu heimsókn ásamt því að versla AÐEINS. Árna fannst þetta ekkert AÐEINS!!!!!!!!!!!!!!
Kebab og Stella Artois var aðaluppistaðan í fæðu helgarinnar og ég get ekki beðið eftir að komast aftur út til að fá mér annan KEBAB. Andy fannst við fyndin að koma til Englands gagngert til að fá okkur Tyrkneskan þjóðarrétt. Well, sorry - I eat Kebab rather than fish and chips :-)
Kro-bar stóð fyrir sínu og ásamt HM, Primark og öllum hinum góðu búðunum.

Heiða, Jón og Telma Rós voru að eignast litla stúlku sem þau sækja til Kína eftir nokkrar vikur. Við erum SVO hamingjusöm fyrir þeirra hönd og getum ekki beðið eftir að sjá dúlluna.

Við vorum í ,,landinu" um helgina að smíða gestahúsið. Það er búið að reisa grindina og gaman að sjá koma mynd á þetta allt saman. Í bongóblíðu nutum við þess að vera í sveitasælunni og krakkarnir léku sér óáreitt (fyrir utan það þegar þau voru að áreita hvert annað).

3 Comments:

Blogger Kolla said...

Gaman, gaman en veistu nokkud af hverju Agusta haetti ad blogga??? Eg er svo forvitin ad eg vil geta lesid um alla he he.
Svo tek eg ekki annad i mal en tad verdi bradum saumaklubbsferd til Man. Er ekki kominn timi til ad skipuleggja tad?
Bestu kvedjur fra Sverige!!

8:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir hamingjuóskirnar!
Manchester er sko borg sem ég fer aftur til! Bara snilld, Kebab-Kro-HM-Primark-China town-Piccadilly garden....
Hrein snilld og ég pant fá að fara næst með ykkur Árna...bara á eftir saumaklúbbnum ;)
Knús og kossar í Njörvasundið :)
Heiða,Jón, Telma Rós og Xue Fu Yi :)))

10:05 f.h.  
Blogger Edda said...

Yndislegt að heyra hvað helgin var góð. Kebab og HM standa alltaf fyrir sínu : )
Knús og kossar frá Köben

ps.. gaman að fá fréttir af "landinu" . Hlakka til að sjá sælureitinn.

11:31 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home