Allir fundu Fanney nema Fanney fann ei Fanney

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Síðan ég bloggaði síðast hef ég

  • farið í skemmtilegasta brúðkaup ever
  • Verið stolt af litlu dúllunum mínum
  • brosað svo mikið að ég fékk brosverk
  • setið eins og fín FRÖKEN við háborð
  • Hlustað á Geir Ólafs taka ,,my way"
  • Drukkið alltof mikið Pepsí Max
  • Unnið hörðum höndum að skólanámskrá
  • Borðað bollur
  • Hneykslast á sjálfri mér fyrir að hafa ekki bakað bollur
  • Kvatt Óla og Eileen
  • Verið leið yfir því að sjá þau ekki fljótt aftur
  • Talað ensku
  • Heyrt orðið horlífi - setti það í nýyrðasafnið :-)
  • Klætt GF í náttföt og sent hann í leikskólann
  • Panikað yfir því að vera að fara að vinna aftur
  • Hugsað um allt sem ég ætlaði að gera í fæðingarorlofinu
  • Gleymt að fara í ræktina (ójá ég gleymdi því í alvöru)
  • Hlakkað til að hitta vinkonurnar úr ML

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ
ég tek undir með þér að þetta var frábært brúðkaup í alla staði, verst að ég þurfti að fara heim snemma :(
Þau voru æðisleg á brúðkaupsdaginn sinn :)
Er svooo glöð að sjá að fína FRÖKENIN er farin að blogga aftur.
Kv. Júlía gúlía

12:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vááá...nú hefur maður bara ekki undan að kíkja á síðuna þína hahaha...

Kveðja
Sigga Lára

8:42 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Oooo mig langar svo að hitta ykkur á morgun. Þú verður að segja mér aaaallt sem þið talið um, þ.e. hele slúðreð.

Bið að heilsa öllum. Bú hú.

Linda.

7:59 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég er fegin að þér leiðist ekki fanney mín, greinilega alltaf nóg að gera!
knús
Drífa

6:25 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home