Allir fundu Fanney nema Fanney fann ei Fanney

fimmtudagur, júní 12, 2008

Hið ljúfa líf

Hef haft nóg að gera:
  • Fór á geggjaða Whitesnake tónleika í höllinni - rock on!
  • Skammast mín fyrir dóttur mína í passamyndatöku
  • Farið í Perluna eins og góðum túrista sæmir á góðviðris degi
  • Elt berrasaðan dreng í Nauthólsvík
  • Lagt mig á miðjum degi - hið ljúfa líf
  • Sprangað um Smáralindina tvo daga í röð - persónulegt met.

sunnudagur, júní 08, 2008

Sumarfrí

Jæja þá er langþráða sumarfríið byrjað. Ég var búin að heita því að ég mundi byrja aftur að blogga í sumarfríinu. Ég veit ekki hvað ég endist lengi og örugglega allir búnir að gefast upp á mér. Þetta er búinn að vera svakalegur vetur svo ekki sé meira sagt en engu að síður mjög skemmtilegur og lærdómsríkur. Ég held að ég hafi aldrei haft svona mikið að gera og þá er nú mikið sagt.
Ég trúi því varla hvað er mikið búið að ganga á að undanförnu, fyrst stóri skjálftinn á Suðurlandi (sem ég missti af og er geðveikt svekkt yfir) og svo ísbjarnargreyið sem kom hér sem ferðamaður og fékk þessar líka fínu móttökur. Núna bíður mitt lið eftir öðrum stórum jarðskjálfta, mér skilst að einhver miðill í Vestmannaeyjum sjái fyrir annan stóran skjálfta á næstunni. Munið bara að setja öll ljótu glösin fremst þannig að þau brotni örugglega fyrst :-) Nei, annars á ég ekki að vera að gera grín að þessu, það eru margir mjög hvekktir ennþá og líður ekki vel heima hjá sér. Þetta þarf bara að fara að klárast þannig að fólk geti farið að halda áfram sínu lífi, það er svo vont að lifa við hræðslu.
Framundan hjá 0kkur er bleikt 2ja ára afmæli og svo tekur við mikill svefn hjá þreyttu húsmóðurinni. Langþráður svefn.