Allir fundu Fanney nema Fanney fann ei Fanney

mánudagur, febrúar 26, 2007

Hvað get ég sagt á þessum góða mánudegi. Hann er ekkert svo svakalega góður þegar litið er á nokkrar staðreyndir.
  • Í gærkvöldi fengum við öll ælupest
  • Í morgun var ég enn með magaverk
  • Þvotturinn hefur aldrei verið meiri
  • Íbúðin ber þess merki að veikindi komu upp

Ennnn..... þegar litið er á þessar staðreyndir þá er hann bara býsna góður þessi mánudagur

  • Við erum mjög heilbrigð öll sömul og ekki hægt að kvarta yfir smá ælu og ræp
  • Við verðum öll komin á gott ról í kvöld og Óskarinn endursýndur
  • Saumó var frestað þar til næsta mánudag og þá verð ég kannski búin að prjóna aðeins
  • Veðrið er fallegt og sólin skín inn um gluggana
  • Við fengum gott fólk til að versla fyrir okkur í matinn og hann birtist bara fyrir utan dyrnar án þess að við þyrftum að gera handtak - góð þjónusta - takk fyrir okkur Þóra og Gunnar.
  • Þetta var svona fjölskyldudagur - allir á náttfötunum - voðalega kósí.
  • Við eigum tvo yndislega gullmola sem brosa hvað sem á dynur.
  • Heyrði orðið köttapabbi (fress).
  • Þyrfti að endurskoða uppfræðslu ungviðisins :-)

Mánudagar eru góðir dagar :-)

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Síðan ég bloggaði síðast hef ég

  • farið í skemmtilegasta brúðkaup ever
  • Verið stolt af litlu dúllunum mínum
  • brosað svo mikið að ég fékk brosverk
  • setið eins og fín FRÖKEN við háborð
  • Hlustað á Geir Ólafs taka ,,my way"
  • Drukkið alltof mikið Pepsí Max
  • Unnið hörðum höndum að skólanámskrá
  • Borðað bollur
  • Hneykslast á sjálfri mér fyrir að hafa ekki bakað bollur
  • Kvatt Óla og Eileen
  • Verið leið yfir því að sjá þau ekki fljótt aftur
  • Talað ensku
  • Heyrt orðið horlífi - setti það í nýyrðasafnið :-)
  • Klætt GF í náttföt og sent hann í leikskólann
  • Panikað yfir því að vera að fara að vinna aftur
  • Hugsað um allt sem ég ætlaði að gera í fæðingarorlofinu
  • Gleymt að fara í ræktina (ójá ég gleymdi því í alvöru)
  • Hlakkað til að hitta vinkonurnar úr ML

þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Hún Þóra mín

Ég bara verð að segja ykkur frá skemmtilegum degi sem ég átti með Þóru minni og hennar vinkonum á laugardaginn. Fröken Þóra mín var tekin með pompi og prakt og gæsuð af hennar dearest friends. Við náðum að plata hana svo mikið að hún vissi ekki hverju hún ætti að trúa. Allavega til að gera langa sögu stutta þá fórum við með hana í Kolaportið og fundum átfit, fórum á skauta í Egilshöll þar sem hún var með skautasýningu, fórum í pottinn á Mecca spa og svo var endað á Lækjarbrekku í dýrindis mat. Ég hef nú ekki tekið þátt í að gæsa margar skvísur en mér fannst þetta SVO skemmtilegt og gaman að kynnast öllum þessum góðu stelpum (ætlaði að skrifa konum en áttaði mig á því að ég skrifa konum þá er ég að viðurkenna að ég sé orðin kona og það gengur ekki).
Það er sem var best við þetta allt saman að hún Þóra mín var svo glöð að sjá allar vinkonur sínar samankomnar. Ef einhver á það skilið að vera dekrað við þá er það Þóra mín, hún er alltaf fyrst til að gera eitthvað gott fyrir aðra og leggur alltaf mikið á sig til að öllum líði vel. Hún er mesta krúttið og ég get ekki beðið eftir deginum mikla þegar hún giftist Gunnari sínum. Ég hlakka svvvvooooo til.

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Nýtt ár

Eftir mikið bloggleysi er komið nýtt ár með öllu tilheyrandi. Skrítið hvað ég er lengi að venjast því að skrifa nýtt ártal. Janúar er liðinn og stutt í það að ég fari að vinna aftur. Við hjónaleysin skruppum til London um helgina og það var kærkomið frí. Hafði ekki sofið heila nótt í u.þ.b. eitt ár og var svefninum fegin. Við reyndum nú samt að eyða ekki ferðinni í svefn og nýttum tímann vel. Við hittum Íslendinga í London og máttum líka til með að kíkja aðeins í búðir á Oxford Street. Við vorum alveg svakalega heppin með veður og áttum góðan tíma með skemmtilegasta fólkinu - Gunnari, Þóru, Moniku og Júlla. Það var svo gott að koma heim og vera vakinn með ísköldum tásum sem boruðu sér á milli okkar og eigandinn (lítill maður) bað góðan daginn (kl. 7). Við fengum líka sólskinsbros frá litlu heimasætunni.