Allir fundu Fanney nema Fanney fann ei Fanney

sunnudagur, október 29, 2006

Jólamanual óskast

Það eru fleiri en Matta mín sem standa í framkvæmdum. Ég er bara svo heppin að ég þarf enga Pólverja til mín, ég á svo ask... handlaginn föður sem gerir þetta með dyggri aðstoð Árna míns. Ég sé fram á að vera að mála fram að jólum og leiðist þá ekki á meðan.

Varðandi jólin og allt jólaskrautið sem komið er í verslanir. Ég veit ekki hvort ég á að vera þessi grautfúla sem fussar og sveiar yfir þessu og skilur ekki í þessu liði sem kaupir jólaskraut 2 mánuðum fyrir jól eða hvort ég á að taka því fagnandi að fólk skreyti snemma hjá sér og njóti aðventunnar og kaupi jólagjafirnar í janúar (þekki eina). Var að spá í að vera þessi seinni, glaða típan sem er búin að vinna svo mikið í sjálfri sér að hún þarf ekki að vera að fussa og sveia yfir einhverju sem skiptir ekki máli. Getur tekið meðvitaða ákvörðun um að kaupa jólaskraut með bros á vör í lok október eða bara hreinlega sleppt því og allir eru glaðir. Getur einhver þá leiðbeint mér hvernig ég útskýri fyrir ungviðinu á heimilinu að 60 dagar er svolítið langur tími og playmofótboltaspilið er ennþá í búðinni en ekki komið í jólapakkann eins og óskað er eftir. Tek á móti öllum leiðbeiningum stórum sem smáum.

miðvikudagur, október 18, 2006

Einangraðar hleranir

,,Ég er hér, gettu hver, apinn!" ó já ég fór í Eden í Hveragerði með Gunnar Franz og Örnu Kristínu. Við skruppum til mömmu og pabba til að forðast ryk, hávaða og alls kyns viðbjóð. Það var gott að komast í hreina loftið og heimsækja ömmu og Kollu. Steypuryk og drulla er eitthvað sem ég verð að lifa við aðeins lengur en núna erum við að ganga frá og pollurinn úti í garði er að fara sem betur fer. Við Árni erum alltaf að læra eitthvað nýtt á hverjum degi og verðum örugglega ágætis iðnaðarmenn eftir svona ca. 10 ár. Þá skrái ég okkur í ástralska þáttinn "The Block". Ég er t.d. búin að einangra nokkur rör og Árni er búinn að einangra rör, leggja rör, aftengja klósettið (jammí), brjóta steypu, gera við leka í uppþvottavélinni og margt fleira. Var einhver þarna úti sem hafði ekki trú á okkur???

Það sem er efst á baugi í þjóðfélaginu í dag er hlerunarmálið. Mér finnst þetta alveg borðleggjandi, það var allt hlerað og það vita allir allt þannig að gleymið þessu bara og haldið áfram að sinna málum sem skipta máli. Hmmm, eru kannski einhverjir miklir hagsmunir í húfi? Er það einhver annar en Davíð Oddson sem á Ísland? Er kolkrabbinn könguló? Var Stundin okkar pólitískt afl, dulkóðaðar útpældar setningar ætlaðar ráðmönnum úti í hinum stóra heimi?
Það er alls staðar hlerað - á Laugarvatni var nóg að skella eyranu upp að veggnum þá heyrði maður allt, já eða bara opna gluggann þá var neðri hæðin coveruð. Ég segi það ekki að málefnin hafi verið ýkja merkileg miðað við heimsmálin en það var samt alltaf gott að vita vissa hluti - hverjir heimsóttu hvern á nóttunni o.s.frv. :-)

Elsku besti Andy minn, of course we want to visit you too - you are the main reason (don't tell Agusta ;-)). Við verðum að finna góðan tíma til að koma og tjútta með ykkur - ég væri alveg til í einn Guinness og feitan Kebab.