Allir fundu Fanney nema Fanney fann ei Fanney

sunnudagur, október 29, 2006

Jólamanual óskast

Það eru fleiri en Matta mín sem standa í framkvæmdum. Ég er bara svo heppin að ég þarf enga Pólverja til mín, ég á svo ask... handlaginn föður sem gerir þetta með dyggri aðstoð Árna míns. Ég sé fram á að vera að mála fram að jólum og leiðist þá ekki á meðan.

Varðandi jólin og allt jólaskrautið sem komið er í verslanir. Ég veit ekki hvort ég á að vera þessi grautfúla sem fussar og sveiar yfir þessu og skilur ekki í þessu liði sem kaupir jólaskraut 2 mánuðum fyrir jól eða hvort ég á að taka því fagnandi að fólk skreyti snemma hjá sér og njóti aðventunnar og kaupi jólagjafirnar í janúar (þekki eina). Var að spá í að vera þessi seinni, glaða típan sem er búin að vinna svo mikið í sjálfri sér að hún þarf ekki að vera að fussa og sveia yfir einhverju sem skiptir ekki máli. Getur tekið meðvitaða ákvörðun um að kaupa jólaskraut með bros á vör í lok október eða bara hreinlega sleppt því og allir eru glaðir. Getur einhver þá leiðbeint mér hvernig ég útskýri fyrir ungviðinu á heimilinu að 60 dagar er svolítið langur tími og playmofótboltaspilið er ennþá í búðinni en ekki komið í jólapakkann eins og óskað er eftir. Tek á móti öllum leiðbeiningum stórum sem smáum.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Eins og ég hef reyndar bent þér á áður og þreytist engan vegin á, þá er það alltaf góð hugmynd að koma sér úr jólastressinu í bænum og kíkja í heimsókn í Höfnina með fjölskylduna!!! Fallegu börnin þín yrðu örugglega glöð að hitta okkur sveitalubbana og ég efast ekki um að Árni boy yrði glaður að taka eitt Sequence með okkur ;-)
Kv.
Heiða kjútí.

8:46 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home