Hún Þóra mín
Ég bara verð að segja ykkur frá skemmtilegum degi sem ég átti með Þóru minni og hennar vinkonum á laugardaginn. Fröken Þóra mín var tekin með pompi og prakt og gæsuð af hennar dearest friends. Við náðum að plata hana svo mikið að hún vissi ekki hverju hún ætti að trúa. Allavega til að gera langa sögu stutta þá fórum við með hana í Kolaportið og fundum átfit, fórum á skauta í Egilshöll þar sem hún var með skautasýningu, fórum í pottinn á Mecca spa og svo var endað á Lækjarbrekku í dýrindis mat. Ég hef nú ekki tekið þátt í að gæsa margar skvísur en mér fannst þetta SVO skemmtilegt og gaman að kynnast öllum þessum góðu stelpum (ætlaði að skrifa konum en áttaði mig á því að ég skrifa konum þá er ég að viðurkenna að ég sé orðin kona og það gengur ekki).
Það er sem var best við þetta allt saman að hún Þóra mín var svo glöð að sjá allar vinkonur sínar samankomnar. Ef einhver á það skilið að vera dekrað við þá er það Þóra mín, hún er alltaf fyrst til að gera eitthvað gott fyrir aðra og leggur alltaf mikið á sig til að öllum líði vel. Hún er mesta krúttið og ég get ekki beðið eftir deginum mikla þegar hún giftist Gunnari sínum. Ég hlakka svvvvooooo til.
2 Comments:
Hæ hæ.
Gaman að þú ert byrjuð að blogga aftur mín kæra.
Linda.
Það var mikið að það kom smá hreyfing á svæðið ;)
kveðja
Sigga Lára
Skrifa ummæli
<< Home