Nýtt ár
Eftir mikið bloggleysi er komið nýtt ár með öllu tilheyrandi. Skrítið hvað ég er lengi að venjast því að skrifa nýtt ártal. Janúar er liðinn og stutt í það að ég fari að vinna aftur. Við hjónaleysin skruppum til London um helgina og það var kærkomið frí. Hafði ekki sofið heila nótt í u.þ.b. eitt ár og var svefninum fegin. Við reyndum nú samt að eyða ekki ferðinni í svefn og nýttum tímann vel. Við hittum Íslendinga í London og máttum líka til með að kíkja aðeins í búðir á Oxford Street. Við vorum alveg svakalega heppin með veður og áttum góðan tíma með skemmtilegasta fólkinu - Gunnari, Þóru, Moniku og Júlla. Það var svo gott að koma heim og vera vakinn með ísköldum tásum sem boruðu sér á milli okkar og eigandinn (lítill maður) bað góðan daginn (kl. 7). Við fengum líka sólskinsbros frá litlu heimasætunni.
1 Comments:
Velkomin heim! Alltaf gott að koma heim og finna litlar tásur borast undir sænginni ;)
Skrifa ummæli
<< Home