Allir fundu Fanney nema Fanney fann ei Fanney

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Nýtt ár

Eftir mikið bloggleysi er komið nýtt ár með öllu tilheyrandi. Skrítið hvað ég er lengi að venjast því að skrifa nýtt ártal. Janúar er liðinn og stutt í það að ég fari að vinna aftur. Við hjónaleysin skruppum til London um helgina og það var kærkomið frí. Hafði ekki sofið heila nótt í u.þ.b. eitt ár og var svefninum fegin. Við reyndum nú samt að eyða ekki ferðinni í svefn og nýttum tímann vel. Við hittum Íslendinga í London og máttum líka til með að kíkja aðeins í búðir á Oxford Street. Við vorum alveg svakalega heppin með veður og áttum góðan tíma með skemmtilegasta fólkinu - Gunnari, Þóru, Moniku og Júlla. Það var svo gott að koma heim og vera vakinn með ísköldum tásum sem boruðu sér á milli okkar og eigandinn (lítill maður) bað góðan daginn (kl. 7). Við fengum líka sólskinsbros frá litlu heimasætunni.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Velkomin heim! Alltaf gott að koma heim og finna litlar tásur borast undir sænginni ;)

12:08 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home